Háskóli Íslands – Bílastæði

Gjaldsvæði bílastæða við Háskóla Íslands

H1

Tímagjald

H2

Tímagjald *áskriftaleið gildir

Gjaldskylda: Alla virka daga kl. 7:00–17:00
Verð: 230 kr / klst
Virkni fyrir gesti: Þú greiðir bílastæðagjöld með því að skrá þig in og út af gjaldsvæði í Parka appinu, eða með því að greiða fyrir viðveru á greiðslusíðu eða í greiðsluvél.

Áskriftaleið Hí og Parka

Áskrift er í boði fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Með skráningu í áskrift borgar þú mánaðargjald og hefur aðgang að stæðum á gjaldsvæði H2. Þú skráir þig í áskrift í Parka appinu.
Virkni fyrir áskrifendur
H2

Áskrift gildir

Myndavélar sjá um inn og útskráningu af gjaldsvæði H2, þú þarft ekki að gera neitt í appi eða í greiðsluvél ef þú ert skráður í áskrift.
H1

Greiða þarf tímagjald

Áskriftarleið Hí/Parka gildir ekki á gjaldsvæði H1.
Greiða þarf fullt gjald fyrir viðveru með því að skrá sig í inn og út í Parka appinu, eða með því að greiða fyrir viðveru á greiðslusíðu eða í greiðsluvél.
Athugið: Áskrift tryggir ekki að laus bílastæði verði í boði.

Vaktað Gjaldsvæði

Bílastæðið er gjaldskylt. Eftirlit fer fram með númeraplötulestri (LPR).
Bílastæðisgjaldið hækkar um 1.960 kr ef ekki er greitt fyrir dvölina, og greiðslukrafa verður send til eiganda ökutækis.
Bílastæði eru gjaldfrjáls fyrstu 15 mínúturnar, en að þeim tíma liðnum greiðist fullt gjald frá fyrstu mínutu.

Greiðsluleiðir

Parka App
Greiðsluvél Self service kiosk

Háskóli Íslands – Bílastæði – Q&A

Áskriftir
Hverjir geta keypt áskrift?
Starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands geta keypt mánaðarlega áskrift í Parka-appinu fyrir 1.500 kr. á mánuði.
Hvaða stæði gildir áskriftin á?
Á langtímastæðum (H2). Hún gildir ekki á skammtímastæðum (H1).
Á fjarstæðum á lóð Landspítalans
ath. að alltaf er gjaldskylda í rauðmerkt stæði/nærstæði eins og við barnaspítala og kvennadeild, til þess að sjúklingar og aðstandendur geti lagt nær hlutaðeigandi byggingum – sjá kort: https://greenparking.is/lsh
H1 þýðir P1 á Hringbrautarsvæðinu
Þarf ég að gera eitthvað þegar ég legg?
Nei. Þegar áskriftin er virk skráir kerfið þig sjálfkrafa inn og út á H2 stæðum. Mundu þó að nota Parka-appið til að greiða á öðrum svæðum þar sem áskriftin gildir ekki.
Get ég skráð fleiri en eitt bílnúmer?
Já, aðeins eitt bílnúmer getur verið virkt í einu. Ný númer eru skráð í Parka-appinu og í áskriftarhlutanum velurðu hvaða bíll á að vera virkur hverju sinni.
Get ég keypt fleiri en eina áskrift?
Nei, áskrift er bundin við einstakling.
Hvernig endurnýjast áskriftin?
Hún endurnýjast sjálfkrafa mánaðarlega frá skráningardegi. Auðkenning í gegnum Uglu fer fram í hverri endurnýjun; ef þú ert ekki lengur starfsmaður eða nemandi fellur áskriftin niður.
Hvernig segi ég upp áskrift?
Þú getur sagt upp í Parka-appinu. Ef starfi eða námi lýkur er áskriftin sjálfkrafa felld úr Uglu.
Gestir (án áskriftar)
Hvernig greiði ég fyrir stæði?
1
Í Parka-appinu – Veldu svæðið, sláðu inn bílnúmer og virkjaðu greiðslu.
2
Í greiðsluvélum – í flestum byggingum Háskóla Íslands. Þú getur valið ákveðinn tíma (t.d. 2 klst) og greitt fyrirfram svo þú þurfir ekki að koma aftur að vélinni.
3
Á Parka-vefsíðunni – Sláðu inn bílnúmer, veldu tíma og greiðslumáta.
Þarf ég að skrá mig út þegar ég fer?
Já – nema þú hafir greitt fyrir ákveðinn tíma fyrirfram. Annars heldur tímatalning áfram þar til þú skráir þig út og þú gætir greitt fyrir lengri dvöl.
Gjaldskyld svæði
Gjaldskyld svæði
H1
Skammtímastæði: Allir greiða 230 kr/klst.
H2
Langtímastæði: Áskrifendur greiða ekki tímagjald, gestir greiða 230 kr/klst.
Gestir sem greiða tímagjald geta lagt á bæði H1 og H2.
Keyrt og kvitt
Keyrt og kvitt virkar ekki á bílastæðum Háskóla Íslands. Greiða þarf handvirkt í Parka-appinu, á vefsíðu Parka eða í greiðsluvélum. Myndavélar (LPR) eru aðeins til eftirlits – engin sjálfvirk inn-/útskráning fyrir þá sem eru ekki í áskrift.
15 mínútna frítt tímabil
Ef ekið er inn og út innan 15 mínútna (t.d. ef engin stæði eru laus) er ekki rukkað.
Hvað gerist ef ég greiði ekki?
Ef ekki er greitt fær eigandi ökutækis er rukkun send í heimabanka fyrir þann tíma sem bílnum var lagt samkvæmt tímagjaldi, auk 1.960 kr. þjónustugjalds.
Persónuvernd
Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar um ökutæki. Eigendum ökutækja er aðeins flett upp ef svæðið er yfirgefið án þess að greiða.

Leiðbeiningar fyrir áskrift í Parka-appinu

Svona tryggir þú þér áskrift að langtímastæðum HÍ í gegnum Parka-appið:
1
Opnið Parka-appið.
2
Það eru tvær leiðir að skráningu að áskrift.
A
Veldu Reykjavík – Ofanjarðar og skrunaðu til vinstri þar til þú finnur Háskóli Íslands – Svæði 1071 (fimmti möguleikinn).
B
Veldu Stillingar í efst í hægra horninu og þar geturðu valið að skrá þig í áskrift.
3
Ýttu á Skrá í áskrift til að hefja skráningu. (Ef áskriftaleið birtist ekki, þarf að uppfæra Parka appið.)
4
Kerfið biður þig um að auðkenna þig sem starfsmann eða nemanda HÍ. Ýttu á Fara í Uglu og sláðu inn HÍ-netfangið þitt.
Gættu að því að samþykkja í Uglu að Parka fái staðfestingu um stöðu þína og að vista síðuna.
5
Þú færð staðfestingarpóst á HÍ-netfangið þitt. Smelltu á staðfestingartengilinn í póstinum til að ljúka auðkenningu.
6
Ef skráning er samþykkt birtist listi yfir áskriftarvalkosti (í þessu tilfelli aðeins einn). Veldu áskriftina.
7
Fylltu inn greiðsluupplýsingar og bílnúmer ef þú ert nýr notandi Parka.
8
Þegar áskriftin er virk mun aðalskjárinn sýna skilaboð sem merkja að bílnúmeralesning sé virk á bílastæðum Háskóla Íslands.
Allt klárt! Eftirlitskerfið þekkir númerið þitt og þú keyrir áhyggjulaust inn og út.. Mundu bara að nota Parka-appið fyrir önnur bílastæði þar sem áskriftin gildir ekki.